Hoppa yfir valmynd
14. maí 2024

Forsetakosningar 2024

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna forsetakosninga 2024 hefst í sendiráðinu í Genf frá og með föstudeginum 3. maí og stendur til föstudagsins 31. maí.

Opnunartími utankjörfundaratkvæðagreiðslu í sendiráðinu er alla virka daga milli kl. 10:00 og 15:00. Mælt er með því að kjósendur bóki tíma fyrirfram með tölvupósti á netfangið [email protected] eða í síma 022 716 1700. Íslendingar í Sviss  geta einnig leitað til kjörræðismanna Íslands í Zürich og Bern vegna utankjörfundaratkvæðagreiðslu. Vinsamlega hafið samband við viðeigandi kjörræðismann til að bóka tíma.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum