Hoppa yfir valmynd
20. febrúar 1997 Matvælaráðuneytið

Samkomul. Ísl. og Grænl. um loðnuveiðiheimildir

Fréttatilkynning
frá sjávarútvegsráðuneytinu og utanríkisráðuneytinu

Samkomulag milli Íslands og Grænlands um gagnkvæmar veiðiheimildir á loðnu

Í dag var undirritað samkomulag milli Grænlands og Íslands um loðnuveiðar innan grænlenskrar og íslenskrar lögsögu. Samkvæmt samkomulagi þessu er grænlenskum loðnuskipum heimilt að veiða í lögsögu Íslands allt að 8.000 lestir af loðnu af loðnukvóta Íslands á loðnuvertíð þeirri, sem lýkur í lok apríl n.k. Aðeins eitt grænlenskt skip er gert út til loðnuveiða úr þeim stofni, sem samningur þessi tekur til.

Á móti verður íslenskum loðnuskipum heimilt að veiða 8.000 lestir af loðnu úr þeim kvóta, sem kemur í hlut Grænlands, á loðnuvertíð þeirri sem hefst í júlí nk. Þá verður íslenskum skipum heimilt að veiða allt að 8.000 lestir af heildarkvóta Íslands sunnan 64°30'N við Austur-Grænland, en samkvæmt gildandi samningi milli Noregs, Íslands og Grænlands um nýtingu loðnustofnsins hafa loðnuveiðar verið íslenskum skipum óheimilar á því svæði.


      Utanríkisráðuneytið
      Sjávarútvegsráðuneytið
      20. febrúar 1997

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum